Leita í fréttum mbl.is

Snaran í blaði Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Ég var að koma úr mat og sá þá að mér hafði borist heim prófkjörsbæklingur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar var fríður hópur fólks sem vildi koma að endurreisninni en nánast enginn sá ástæðu til eða tækifæri í að breyta kvótakerfinu í sjávarútvegi sem hefur verið liður í virkri stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins og gert sitt til að leggja sjávarbyggðir í rúst.

Það var ein undantekning frá þessari reglu, knattspyrnukappinn Þórður Guðjónsson, en það sem hann hafði til málanna að leggja var að tryggja áframhaldandi kerfi sem viðheldur mannréttindabrotum með þeim rökstuðningi að það væri brýnt að tryggja uppbyggingu og hagræðingu í fiskveiðistjórnunarkerfi undanfarinna ára.

Það er greinilegt að maður hefur bara verið úti á túni að sparka í bolta. Að minnsta virðist hann ekki hafa hugmynd um að skuldir greinarinnar hafa margfaldast en tekjur staðið nánast í stað, búið er að girða fyrir nýliðun í greininni og þjóðin veiðir einungis þriðjung þess afla sem heimill var ÁÐUR en farið var í svokallað uppbyggingarstarf.


Bloggfærslur 16. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband