Leita í fréttum mbl.is

Var HB Granda leyfilegt að greiða arð?

Fólki hefur í gær og í dag orðið tíðrætt um gríðarlegar arðgreiðslur HB Granda á sama tíma og félagið hefur ekki treyst sér til að standa við gerða kjarasamninga. Ég ákvað í kvöld að gera hlé á áhugaverðum fundarstörfum á landsþingi Frjálslynda flokksins og renna stuttlega í gegnum ársreikninga HB Granda. Þá kom í ljós að félagið gerir upp í evrum og notar, einhverra hluta vegna, gengi evrunnar í árslok 2007 en ekki árslok 2008.

Við þetta eitt má ætla að gengistap hafi verið margfalt reiknað niður miðað við að nota gengi evrunnar í lok árs 2008 eins og eðlilegt hlýtur að teljast við uppgjör þess árs. Ef það hefði hins vegar verið gert væri vandséð að það væri hagnaður af félaginu, ef ekki væri hagnaður væri óleyfilegt að greiða út arð.

Því spyr ég: Var HB Granda yfirleitt leyfilegt að greiða arð?


Bloggfærslur 14. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband