Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot fjórflokksins

Ég hef fylgst nokkuð með prófkjörsbaráttu fjórflokksins undanfarið. Nánast allir frambjóðendur hafa forðast að ræða mannréttindabrot á sjómönnum og endurskoðun á kvótakerfinu sem markaði án efa upphaf hrunsins. Þetta er fáránlegt í ljósi þess að allir frambjóðendur tala um að hefja endurreisn nýja Íslands þar sem endurreisninni fylgir endurskoðun.

Ég las mig í gegnum einn bækling efnilegrar sjálfstæðiskonu í Reykjavík þar sem margendurtekið voru orðin Ísland og Íslendingar og talið að í ljósi ástandsins væri nauðsynlegt að hefja sjálfstæðisstefnuna til vegs og virðingar á ný.

Maður spyr sig hvaða stefna þessi kona telji að hafi verið í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum síðustu 18 árin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ríkjum, stefna sem hefur rústað sjávarútveginum, landsbyggðinni og nú síðast fjármálakerfinu og komið óorði á land og þjóð.

Þeir flokkar sem ætla sér raunverulegar breytingar hljóta að verða að ætla að gera eins og Frjálslyndi flokkurinn, þ.e. að taka á mannréttindabrotunum. Annað er meðvirkni og ávísun á áframhaldandi vitleysisgang.


Bloggfærslur 12. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband