Leita í fréttum mbl.is

Fordómafull ruglutófa á Mogganum

Það er merkilegt að lesa enn einn haturspistil starfsmanns ríkisstyrkta blaðsins, Morgunblaðsins, sem var rétt í þessu að komast í hendurnar á útgerðaraðlinum. Leigupenni útgerðaraðalsins ríkisstyrkta, Kolbrún Bergþórsdóttir, virðist gera sér far um að ráðast á minnsta flokkinn á Alþingi af mikilli ósanngirni, s.s. að við sem höfum verið fulltrúar hans á Alþingi séum eitthvert sérkennilegt fólk, illa þenkjandi og þaðan af verra.

Eitt af því sem virðist vera eitur í beinum blaðamanns LÍÚ er að Frjálslyndi flokkurinn beitir sér gegn kvótakerfinu og hún lætur líta út sem það sé eina málið sem flokkurinn hafi beitt sér í fyrir utan nauðsynlega umræðu um útlendinga. Þetta er helbert kjaftæði þar sem stefnuskrá Frjálslynda flokksins varar m.a. sterkt við skuldasöfnun þjóðarbúsins. Ætli þetta tvennt, barátta gegn skuldasöfnun og óréttlátu kvótakerfi, réttlæti ekki fullkomlega tilvist flokks í þjoðfélagi sem glímir við hrun fjármálakerfisins einmitt vegna kvótakerfisins og skuldasöfnunar. Hinir flokkarnir hafa þetta ekki á stefnuskrá sinni.

Þegar sá þingmaður sem sjálfskipaðir fulltrúar leyfilegrar umræðu töldu hvað öfgafyllstan í umræðunni, Jón Magnússon, er genginn í Sjálfstæðisflokkinn og honum hefur verið tekið þar opnum örmum minnist enginn á að hann sé rasisti og ali á andúð í garð útlendinga - hann er kominn í rétta liðið og búinn að gefast upp á að sýna fjórflokknum andóf. Kolbrún Bergþórsdóttir virðist gefa Jóni Magnússyni þá einkunn, bara við það að ganga úr flokknum, að hann hafi af góðmennsku sinni og sterkri réttlætiskennd reynt að vísa flokksfélögum sínum veginn, en hreinlynd sál Jóns hafi verið úthrópuð og hann hrökklast að lokum úr flokknum.

Hvað verður um frjálsa og hlutlæga fjölmiðlun þegar skuldugi kvótaaðallinn er kominn með Moggann og Fréttablaðið er hjá Þorsteini Pálssyni? 


Bloggfærslur 1. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband