Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot Vinstri grænna

Í hverju eru Vinstri grænir lentir?

Mér varð hugsað til þess þegar ég sat á opnum borgarafundi í gær og sjómaður spurði lagarefinn og formann sjávarútvegsnefndar Alþingis, Atla Gíslason hvort það ætti að virða mannréttindi sjómanna og fara að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Ég kannast vel við sjómanninn sem bar upp spurninguna og veit að hann hefur verið beittur miklu óréttlæti af stjórnvöldum. Svör Atla Gíslasonar voru ekki með eindæmum, þau hefðu alveg eins getað komið úr barka fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, það var tafsað og talið strax leitt að öðru. Ég er viss um að pabbi minn sem var kommúnisti af gamla skólanum hefði skammast sín fyrir framgöngu Vinstri grænna ef hann væri á lífi.

Það er með ólíkindum að horfa upp á þessa vesalinga réttlæta það að halda áfram mannréttindabrotum og rembast á sama tíma eins og rjúpan við staurinn við að banna hvalveiðar.


mbl.is Ákvörðun Steingríms í vikulok?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband