Leita í fréttum mbl.is

Sá óréttlætið um leið og hann missti spenann út úr sér

Nýjasti jafnaðarmaður landsins er enginn annar en Sigmundur Ernir Rúnarsson og má búast við því að hann verði ötull baráttumaður barna á Akureyri ef marka má fyrstu fréttir af framboði hans. Það sem mér finnst þó umhugsunarvert er að hann sá fyrst ástæðu til að setja ofan í við eigendur Stöðvar 2 sama dag og hann datt af spenanum sem hann var búinn að mjólka vel og rækilega um árabil. Ég er alls ekki að gera lítið úr vinnuframlagi Sigmundar enda sást vel hverjum hann þjónaði þegar hann gerði upp kostnaðinn við skemmdarverkin í kringum Kryddsíldina á gamlaársdag.

Nú er að vona að börnin á Akureyri njóti krafta hans - þangað til einhver annar býður betur.


mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband