Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrjóturinn og hvalavinurinn Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon á sök á því að hafa greitt atkvæði með framsali og sölu veiðiheimilda á sínum tíma en braskið sem fylgdi kerfinu er upphafið af hruni fjármálakerfisins.  Fjöldi manns víða um land varð fyrir barðinu á óréttlætinu sem fylgdi braskinu, missti vinnu og varð fyrir atvinnu- og eignamissi.  Þrátt fyrir augljóst óréttlæti þá réttu íslenskir dómstólar ekki hlut sjómanna heldur þurftu þeir að leita ásjár Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem úrskurðaði þeim sem von var, í hag.

Það er grátlegt að verða vitni að því að Steingrímur J. sem telur sig á stundum vera málsvara þeirra sem minna mega sín skuli ekki rétta hlut þeirra sem urðu fyrir barðinu á stjórnarathöfnum sem hann ber ábyrgð á.  Í stað þess þá leitar Steingrímur nú logandi ljósi að öllum meðulum til þess að koma í veg fyrir sjálfbæra nýtingu á hvalastofnum - Veiðum sem geta skapað vinnufúsum höndum atvinnu.


Bloggfærslur 3. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband