Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur bólgnar í stað þess að stinga á kýlunum

Öll spjót stóðu í gær á Guðlaugi Þór út af samtals 22 milljóna króna reikningi í heilbrigðisráðuneytinu í meira en heilt ár. Ekki ætla ég að fjölyrða um það hvernig þessum fjármunum var varið, vel eða illa, en hitt liggur þó á borðinu að í gegnum tíðina hefur viðgengist ótrúlegur fjáraustur hins opinbera vegna kaupa á sérfræðiþjónustu. Fyrirspurn á Alþingi og svar við henni leiddi það í ljós að hið opinbera varði á árinu 2003 rúmlega 5 milljörðum króna í kaup á sérfræðiþjónustu. Það hefur tíðkast að fólk er ráðið í tímabundin störf hjá ríkinu án auglýsingar. Samfylkingin hefur verið mjög drjúg við það á þessu kjörtímabili og reikna má með að reikningar vegna þessa séu eitthvað hærri en þessar 22 milljónir. Er til of mikils mælst að fá eitthvert samhengi í hlutina? Hverju var t.d. eytt í sérfræðiþjónustu í iðnaðarráðuneytinu á árinu 2008?

Ég held að þrátt fyrir að Guðlaugur gæti hugsanlega komið sér undan spjótalögunum veigri hann sér við því vegna þess að þá byrji menn að stinga á fleiri kýlum - og upp komi sitthvað misfagurt um fyrrum formann flokksins sem sjálfstæðismenn hafa slegið skjaldborg um.


Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband