Leita í fréttum mbl.is

Liður í ritskoðun Framsóknar

Það er auðvelt að skilja að sjálfstæðismenn sem eru skoðanajárnaðir við gamla formanninn vilji tefja fyrir afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins sem gengur meira og minna út á að Davíð Oddsson, sem hvorki hefur traust ríkisstjórnarinnar né fjölmargra annarra, hætti í Seðlabankanum. En það er erfiðara að fá nokkurn botn í það hvað Höskuldi Þórhallssyni gengur til sem vildi bíða með að afgreiða frumvarpið úr viðskiptanefnd. Hann hefur átt náið samráð við formann Framsóknarflokksins um hvernig ætti að tefja málið.

Alþjóð veit að Sigmundur er gríðarlega sár út í Samfylkinguna vegna umræðu um fjármál sín og tengingu við Ólaf Ólafsson, Finn Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson. Þetta virðist vera einhvers konar liður hjá Framsóknarflokknum í að stöðva umræðuna sem þeir kenna eingöngu Samfylkingunni um. Þeir gera þá ekki ráð fyrir því að aðrir en flokksbundnir samfylkingarmenn geti verið sömu skoðunar á málinu.

Mér finnst gott að vinur minn Birkir Jón falli ekki í þessa gryfju, enda er hann skæður briddsari sem sér að þessi kapall formanns Framsóknarflokksins gerir bara illt verra. Svo hafa verið uppi ýmsar kenningar, s.s. að Höskuldur hræðist mjög prófkjörsslaginn við Siglfirðinginn og sé þess vegna á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Siglfirðingar hafa sýnt það og sannað að þeir eru nánast heimsmeistarar í prófkjörum.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband