Leita í fréttum mbl.is

Óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum

Ég var rétt í þessu að hlusta í tölvunni á umræður á Alþingi um ný seðlabankalög. Þar mátti hlýða á gamla jafnt sem nýja sjálfstæðismenn bullukollast. Allir vita um hvað málið snýst, að losna við Davíð Oddsson úr bankanum. Hann nýtur ekki trausts ríkisstjórnarinnar. Hann nýtur ekki heldur trausts fjölmargra í eigin flokki, jafnvel ekki þingmanna flokksins sem allajafna virðast skoðanajárnaðir við gamla formanninn.

Seðlabankinn í þessu ástandi, og fjármálakerfið þar með, er í tómarúmi fyrir alla ábyrga aðila í samfélaginu. Það væri rétt að greiða fyrir málum en það gera óvitarnir í Sjálfstæðisflokknum ekki, heldur halda þeir uppi fávitamálflutningi í ræðum á Alþingi. Það er eins og að þingmenn Sjálfstæðisflokknum viti ekkert af því að hátt í 20.000 eru atvinnulausir. Fjölmörg fyrirtæki standa frammi fyrir gjaldþroti, innflutningsfyrirtæki standa illa, á heimilum landsmanna ríkir algjör óvissa og fjöldinn allur hefur orðið fyrir gríðarlegri kjaraskerðingu.

Allt þetta er bein afleiðing algjörlega óábyrgrar efnahagsstefnu undanfarinna ára. Við þessar aðstæður væri eðlilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gamlir sem nýir, kæmu með hóflegar athugasemdir um að þoka málum til betri vegar og sníða agnúa af frumvarpinu. Í stað þess slá þeir hver af öðrum, t.d. Illugi Gunnarsson sem sendi hverju heimili mörg hundruð þúsund króna reikning vegna óábyrgrar meðferðar fjármuna Glitnis (nú Íslandsbanka) og Árni Matt, fyrrum fjármálaráðherra, sem kom þjóðinni nánast á hausinn, um sig með frösum, innihaldslausu tali og ómarkvissu þvaðri, s.s. um það hvort frumvarpið væri nægilega mikið í samræmi við framsögu formanns nefndarinnar sem mælti fyrir nefndarálitinu.


mbl.is Stefnt að lokaumræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband