Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. og AGS minna æ meira á bankabófana

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon er vanur að hafa hlutina alveg á kristaltæru, hvort sem hann vill greiða Icesave eða ekki og sömuleiðis hvort sem hann vill koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi eða hengja sig í hann sem bjarghring. Það er helst að það vefjist eitthvað fyrir Steingrími hvort hann vill inn í ESB, en hann vill þó alltént sækja um til þess að sjá hvað sjoppan býður upp á.

Þegar fjármálaráðherra er síðan spurður út í hvað þjóðin og hið opinbera skuldar í útlöndum vefst honum hins um tönn við að segja satt og rétt frá.  Á sama tíma vefst það hins vegar ekki fyrir Steingrími að húðskamma þá sem birta mjög varfærið mat á skuldastöðunni.

Með Steingrími í þessum ljóta leik að halda réttum upplýsingum frá þjóðinni eru síðan sérfræðingar AGS sem svara í véfréttastíl þegar talið berst að skuldum landsmanna. Þetta verklag Steingríms J. og AGS minnir æ meira á tölufals bankabófanna sem vantöldu skuldir og ofmátu eignir um hundruð milljarða, til þess að geta slegið enn meira lán.


mbl.is Alvarlegar dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband