Leita í fréttum mbl.is

Blekkir Steingrímur J. þingmenn sína líka?

Öllum ætti að vera orðið ljóst að Steingrímur J. blekkti þjóðina fyrir kosningar, m.a. um stöðu Icesave-málsins, afstöðu flokksins til ESB, AGS og að stjórnin ætlaði að taka á mesta óréttlæti Íslandssögunnar, þ.e. kvótakerfinu.

Nýlegur leki á Wikileaks staðfesti vel að merkja að stjórnin beitti vísvitandi blekkingum í aðdraganda síðustu kosninga við að leyna upplýsingum um stöðu Icesave-málsins. Athæfið  er þvílík óhæfa og níðingsverk gagnvart lýðræðislegum leikreglum sem kalla alla jafnan á afsögn ráðamanna í vestrænum lýðræðisríkjum.

Nú er ljóst að breska lögmannsstofan Mishcon de Reya vill ekki sitja undir lygaþvælunni í Steingrími um að stofan hefði ekki tekið mið af veigamiklum gögnum og verið að svara allt öðru en spurt hefði verið um. 

Í framhaldinu er rétt að þingmenn og áhrifamenn innan Vg fari yfir það í huganum hvort þeir telji sig hafa fengið haldgóðar upplýsingar frá  formanni flokksins um framgang Icesave-málsins.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband