Leita í fréttum mbl.is

Blekkir Steingrímur J. þingmenn sína líka?

Öllum ætti að vera orðið ljóst að Steingrímur J. blekkti þjóðina fyrir kosningar, m.a. um stöðu Icesave-málsins, afstöðu flokksins til ESB, AGS og að stjórnin ætlaði að taka á mesta óréttlæti Íslandssögunnar, þ.e. kvótakerfinu.

Nýlegur leki á Wikileaks staðfesti vel að merkja að stjórnin beitti vísvitandi blekkingum í aðdraganda síðustu kosninga við að leyna upplýsingum um stöðu Icesave-málsins. Athæfið  er þvílík óhæfa og níðingsverk gagnvart lýðræðislegum leikreglum sem kalla alla jafnan á afsögn ráðamanna í vestrænum lýðræðisríkjum.

Nú er ljóst að breska lögmannsstofan Mishcon de Reya vill ekki sitja undir lygaþvælunni í Steingrími um að stofan hefði ekki tekið mið af veigamiklum gögnum og verið að svara allt öðru en spurt hefði verið um. 

Í framhaldinu er rétt að þingmenn og áhrifamenn innan Vg fari yfir það í huganum hvort þeir telji sig hafa fengið haldgóðar upplýsingar frá  formanni flokksins um framgang Icesave-málsins.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurjón; æfinlega !

Hætt er við; að fylgjarar Þistilfirzku Lenín eftirhermunnar; hverjir, bundu trúss sitt, við þessari hreyfingu hans, í Apríl síðast liðnum, kunni nú, að snýta rauðu mjög - huglægt; að minnsta kosti, með þeim afglapa hætti sínum, að treysta á forystu hans, gegnum það öldurót, sem hinir frjálshyggju flokkarnir (B - D og S), hafa valdið, og ekki sér - nándar nærri enn, fyrir um, hvernig Íslendingum muni farnast, að komast óskaddir frá, að nokkru.

Sér- íslenzka trúgirnin; hefir mörgum grandað, frá góðri hyggju, sem verkum; margvíslega, svo sem.

Með beztu kveðjum; í Skagafjörð norður - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Sigurjón minn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.12.2009 kl. 02:03

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleðileg jól Sigurjón. Það er alveg ótrúlegt hvað hér viðgengst mikið pukur og í raun hvað menn komast upp með að fela hluti og jafnvel ljúga eftirfylgni fjölmiðla er engin annað hvort af áhugaleysi eða þekkingarskorti það er engu líkara en að 2007 sé komið aftur. En hvar er hægt að sjá eitthvað um hvort að Frjálslyndir ætli að fara að brýna vopn sín svo að bíti. Stendur það til fyrir vorið ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.12.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kom í ljós í kvöldfréttum RÚV að Steingrímur hefur leynt þingmenn mikilvægum gögnum .

Sigurjón Þórðarson, 25.12.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þurfa menn ekki að taka Köngulóapróf áður en þeir spinna svona þykka lygavefi ? Nægri kannski bara að jarðfræðipróf ?

Haraldur Baldursson, 25.12.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband