Leita í fréttum mbl.is

Að heiðra brennuvarginn

Samtök iðnaðarins hafa með réttu verið gagnrýnd fyrir að styðja þá ákvörðun iðnaðarráðherra að veita brennuvörgunum í Landsbankanum sérstakt forskot og afslátt til að nýta sameiginlegar auðlindir landsmanna. Til þess að reyna að skilja þessa ákvörðun SI verður að líta til þess að þau eru á opinberu framfæri og fá iðnaðarmálagjaldið sem rennur til reksturs samtakanna. Starfsemi þeirra er þá að einhverju leyti komin upp á náð og miskunn stjórnvalda.

Mig minnir að Davíð Oddsson hafi, sem stjórnvald á sínum tíma, hótað að kippa rekstrargrundvellinum undan samtökunum þegar þau voru að hans mati farin að daðra of mikið við Evrópusambandið. Samtök iðnaðarins tóku á sínum tíma þátt í því að útiloka Frjálslynda flokkinn frá allri umræðu á sínum vegum af því að hann gagnrýndi mjög harkalega einkavinavæðinguna og spillinguna.

Núna þarf ekki að koma á óvart að Samtök iðnaðarins hlaupi í vörn fyrir ráðandi stjórnmálaöfl þótt málstaðurinn sé alvondur. Það er orðið tímabært þegar horft er fram í tímann og spáð í Nýtt Ísland sem svo er kallað að skoða sérhagsmunasamtök sem hafa rjómann úr fjórflokknum gegn hagsmunum þorra almennings.


Bloggfærslur 19. desember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband