Leita í fréttum mbl.is

Tímamótagrein Ólínu Þorvarðardóttur

Það var ánægjulegt að lesa grein eftir Ólínu Þorvarðardóttur sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í greininni fjallar þingmaðurinn um þá staðreynd að kvótakerfið hefur algerlega brugðist því hlutverki sínu að "byggja upp" þorskstofninn. Þorskveiðin nú er einungis þriðjungurinn af því sem hún var áður en farið var að vinna eftir mjög umdeildum reiknisfiskifræðilegum aðferðum Hafró, sem stangast reyndar illilega á við viðtekna vistfræði.

Nú er spurning hvort að fleiri stjórnarliðar séu tilbúnir til þess að fara í gegnum og ræða það augljósa að ráðgjöf Hafró hefur ekki reynst sem skyldi.  Víst er að Össur Skarphéðinsson daðraði við það á sínum tíma  að taka ráðgjöf reiknisfiskifræðinga til endurskoðunar, en hafði ekki kjark þegar til átti að taka.  


Bloggfærslur 29. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband