Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarþingmaður yfir sig hneykslaður á gjörðum Framsóknarflokksins

Það er margt sérstakt á þingi, frá kosningum hafa þingmenn jarmað um að eitthvað þurfi að gera fyrir heimilin og þegar slíkt mál er til afgreiðslu sér aðeins helmingur þingmanna sér fært að vera við lokaumræðu og greiða atkvæði.

Sérkennilegra var þó að fylgjast fyrr í vikunni með snerpulegri framgöngu Vigdísar Hauksdóttur þegar hún var yfir sig hneyksluð á framgöngu Framsóknarflokksins við lagasetningu liðinna ára. Maður spyr sig hvað Valgerður Sverrisdóttir segi um dómhörku Vigdísar þegar hún fullyrti að lagasetning sem Valgerður stóð að hefði orðið til þess að Landsvirkjun fór að leika sér með fé.

Hvers vegna var opnað á það í lögum 2003 að Landsvirkjun, veitufyrirtæki okkar, fyrirtæki sem er búið að fá leyfi til að virkja og nota landið okkar og fallvötnin, fengi heimild til að leika sér með fé?

Vigdís er ekki aðeins að gagnrýna lagasetningu heldur öll störf, ráðdeildarleysi og óráðsíu Framsóknarflokksins.


Bloggfærslur 24. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband