Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarþingmaður yfir sig hneykslaður á gjörðum Framsóknarflokksins

Það er margt sérstakt á þingi, frá kosningum hafa þingmenn jarmað um að eitthvað þurfi að gera fyrir heimilin og þegar slíkt mál er til afgreiðslu sér aðeins helmingur þingmanna sér fært að vera við lokaumræðu og greiða atkvæði.

Sérkennilegra var þó að fylgjast fyrr í vikunni með snerpulegri framgöngu Vigdísar Hauksdóttur þegar hún var yfir sig hneyksluð á framgöngu Framsóknarflokksins við lagasetningu liðinna ára. Maður spyr sig hvað Valgerður Sverrisdóttir segi um dómhörku Vigdísar þegar hún fullyrti að lagasetning sem Valgerður stóð að hefði orðið til þess að Landsvirkjun fór að leika sér með fé.

Hvers vegna var opnað á það í lögum 2003 að Landsvirkjun, veitufyrirtæki okkar, fyrirtæki sem er búið að fá leyfi til að virkja og nota landið okkar og fallvötnin, fengi heimild til að leika sér með fé?

Vigdís er ekki aðeins að gagnrýna lagasetningu heldur öll störf, ráðdeildarleysi og óráðsíu Framsóknarflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eykur svo sem ekki á virðingu Alþingis að hafa kjána eins og þessa stúlku þar. Það er hinsvegar ágætt að vakin sé athygli á allri þeirri dellu, sem Lómatjarnar - Vala gerði sig seka um í sinni ráðherratíð, sem aldrei skyldi verið hafa. T.d. að taka inn án athugasemda samkeppnisreglur Evrópusambandsins um orkudreifingu og orkuvinnslu og fleira því tengt. Dreifbýli og fámenni hérlendis gerir í raun ómögulegt að koma við samkeppni á þessum sviðum hér og í raun gegndi upptaka þessara reglna þeim tilgangi einum, að koma því þannig fyrir að koma mætti á einkavinavæðingu á þessum sviðum, sem öðrum. Fyrir bragðið eru þau orkuvinnslu og orkudreifingarfyrirtæki, sem íslenska þjóðin hefur komið upp og kostað, berskjölduð einmitt núna fyrir ósvífnum, erlendum (og innlendum) fjárplógsmönnum. Sbr. viðtal við Þorvald forstjóra Saga Capital í fréttum í dag, sem lýsti því beinlínis yfir, að nú vomuðu hærgammar heimsins yfir orkufyrirtækjunum íslensku!

Dracula (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þarna lá hún Vigdís í því nema að hún hafi treyst því að allir væru búnir að gleyma fortíð Framsóknar. Kannski er hún að skera á ræturnar, hver veit?

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.10.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Er þetta ekki bara liður í látbragðsleiknum sem felst í því að skilja í sundur gamla og nýja Framsóknarflokkinn. Það er stefnan að hylja slóðina til fjárglæframanna úr þeirra röðum. Verst með fundarherbergið... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.10.2009 kl. 10:50

4 identicon

Það er hreint með ólíkindum hvað framsóknarflokkurinn hefur fengið mikinn mótbyr við þeim gjörningi sem fólst í því að fara í naflaskoðun, endurnýja forystuna, og innleiða nýja og ferska nálgun í stjórnmál þessa lands.  Ný forysta framsóknar hefur ekki hræðst að gagnrýna það sem betur hefði mátt fara í stjórnmálunum hér áður fyrr . Þetta eru sterk skilaboð til almennings hér í landi að framsókn stendur að heilindum á bakvið þá endurnýjun sem fór fram í flokknum.  Eina skýringin sem ég finn á þessum mótbyr er sú menn vilja ekki  ný vinnubrögð í stjórnmálin.

Kæri Sigurjón,, þú hefur eitthvað misskilið okkur í framsókn þegar við sögðum frá þvi að róttæk endurnýjun hafi farið fram í flokknum, þessi endurnýjun fólst í því að innleiða nýja nálgun í stjórnmálum  og þeir sem þora ekki að gagnrýna það sem betur hefði mátt fara hér áður fyrr,  læra ekki ný vinnubrögð en ég skil hneyksli þína þannig að nýja forystan hefði átt að fara í gömlu sporin  frekar en að marka ný spor en þar skilur á milli okkar sem standa að nýrri forystu og þín. 

Gunnar Þór Sigbjörnsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:35

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér finnst bara flott hjá Vigdísi að gagnrýna eigin flokk og vera heiðarleg, en spurning hvaða gagn það gerir flokknum? En svo má segja að pólitík á svo sannarlega ekki að snúast um hvaða gagn fólk er að gera flokknum sínum heldur einmitti fólkinu þarna úti.

Auðvitað verður hún að taka ákvörðun í framhaldi hvort hún vill starfa innan flokks sem er svona "innrættur" .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.10.2009 kl. 13:22

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er í fyrsta sinn sem Framsóknarflokkurinn lítur um öxl. Ekkert nema gott eitt um það að segja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband