Leita í fréttum mbl.is

Eru ekki allir búnir að fá ógeð á Fitch Rating?

Ein aðalfrétt RÚV í kvöld var þess efnis að Fitch Rating varaði við því að tafir á afgreiðslu Icesave frá Alþingi gætu orðið til þess að lánshæfismatið lækkaði. Fólk hlýtur að vera komið með ógeð á matsfyrirtækjunum og greiningardeildum bankanna sem mögnuðu upp verð á bönkunum, jafnvel árið 2008, fölsuð verðmæti sem bankarnir slógu raunveruleg lán út á.

Upplýsingar frá matsfyrirtækjunum voru síðan notaðar til að glepja breska og hollenska sparifjáreigendur til að leggja fjármuni inn á Icesave. Það væri ekki nema sanngjarnt að Fitch garmurinn tæki á sig að greiða þeim bætur sem voru féflettir í stað þess að kostnaðurinn leggist á saklausan íslenskan almenning.

Ríkisstjórnin virðist bæði nota gulrót og svipu til að hvetja landsmenn til að sætta sig við Icesave-ósómann. Það er engin tilviljun að mögulegar afskriftir séu kynntar í dag, að aðgerðir til aðstoðar heimilunum, hugsanleg lækkun stýrivaxta og hin ódýra blekking að út úr Landsbankanum náist 90% upp í Icesave sé notað til að villa um fyrir fólki. Þar að auki er gefið í skyn að allt fari í voða ef ekki verður fallist á Icesave-hörmungina.

Fellur einhver fyrir þessu?


Bloggfærslur 21. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband