Leita í fréttum mbl.is

Snúin hagsmunagæsla hjá Arthuri Bogasyni

Ræða Arthurs Bogasonar á aðalfundi LS bar með sér að hagsmunir félagsmanna fara ekki alltaf saman. Það getur verið snúin staða að tala máli stærri útgerða í smábátatflokknum sem gera út fjölda báta, einstaklinga sem hafa „spilað með kerfinu“ og steypt sér í himinháar skuldir sem útséð er að reksturinn geti greitt af, þeirra sem hafa látið sér nægja að veiða „sín“ örfáu tonn og svo þeirra sem hafa ekki yfir neinum veiðiheimildum að ráða og vilja komast á sjó í gegnum leigu og strandveiðiheimildir.

Það verður að segjast eins og er að Arthuri tekst með ágætum að tala að einhverju leyti upp í eyrun á öllum þessum hópum. Það er löngu orðið tímabært að samtökin og þeir sem starfa í greininni fari að ræða um hvaða leiðir er rétt að fara út úr kvótakerfinu. Þjóðin hefur ekki efni á þessu kerfi hafta og sóunar og þeir sem munu hagnast á því að auka frelsið í greininni eru auðvitað þeir sem starfa núna í henni sem og nýliðar sem kunna til verka.

Það sem þarf að ræða er hvernig hægt er að komast upp úr skuldafeninu sem ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi hefur skapað og búa til ásættanlegt kerfi þar sem ágóði verður fyrst og fremst af því að stunda atvinnuna en ekki brask með aflaheimildir framtíðarinnar.


Bloggfærslur 16. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband