Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir plötuðu fólkið

Margur kjósandi Vinstri grænna bjóst við verulegum breytingum á kvótakerfinu í kjölfar nýrrar ríkisstjórnar. Jón Bjarnason reyndi að fara af stað með mjög takmarkaða opnun á handfæraveiðar, en virðist hafa misst móðinn og þorir ekki að gera verulegar breytingar á gjaldþrota kerfi. Ekki er gott að segja hvað veldur hugleysinu. Mögulegt er að Steingrímur J. og kerfisöflin innan Samfylkingarinnar hafi dregið máttinn úr karlinum.

Manni finnst óneitanlega sérstakt að ekki sé opnað fyrir neinar veiðar á aukategundum, s.s. löngu, keilu og skötusel, hvað þá úthafsrækju sem er ekki veidd skv. ráðgjöf, heldur eingöngu til að braska með.

Ætli ríkisstjórnin skilji ekki að önnur leið sé fær til að afla gjaldeyris en að standa í sníkjum? Nú væri ráð að stjórnmálastéttin sparaði eina sníkjuferðina til AGS eða Noregs og færi þess í stað til Færeyja og kynnti sér skynsamlegri leið til að stjórna fiskveiðum.


Bloggfærslur 11. október 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband