Leita í fréttum mbl.is

Upp úr hvaða töfrahatti var þessi tala dreginn upp ?

Samkvæmt ráðgjöf Hafró er ekki ráðlegt að halda til loðnuveiða frekar en til aukinnar þorskveiða þar sem ekki hafa enn mælst þau 400 þúsund tonn af loðnu á sundi í hafinu, sem er forsenda þess að veiðar séu leyfðar.  Þetta gerist þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf Hafró í einu og öllu varðandi veiðar á umliðnum árum.

Mér finnst merkilegt að fulltrúar sjómanna eða hvað þá formaður Fiskifélags Íslands setji ekki spurningamerki við hvaðan þessi tala 400 þúsund tonn er komin.  Ég hef lengi leitað skýringa á því upp úr hvaða töfrahatti hún var dregin en ekki hafa verið nefnd nein líffræðileg rök fyrir tölunni góðu þó svo að hún hafi verið notuð til viðmiðunar í einhverja áratugi.  Fyrir þá sem enn trúa á ráðgjöf Hafró í blindni ættu að renna yfir stórmerkilega bloggfærslu Kristins Péturssonar frá því fyrr í dag.

 


mbl.is Ekki loðnuveiðar að svo stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn kynna mannréttindabrot sem góðan kost

Heimsýn eru samtök sem beita sér gegn aðild Íslands að Evrópubandalaginu sem kunnugt er.

Um helgina þá halda samtökin ráðstefnu um sjávarútvegsstefnu ESB annars vegar og íslenska kvótakerfið hins vegar.  Íslenska kvótakerfið  brýtur í bága við mannréttindi og hefur rústað sjávarbyggðunum.  Við val á frummælendum ber ekki á öðru en að samtökin telji íslenska kvótakerfið afar góðan kost þrátt fyrir að þorskafli á Íslandsmiðum hafi ekki verið minni hér við land í heila öld.

 


Bloggfærslur 9. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband