Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún hrósar ráðherrum Sjálfstæðisflokksins

Í Kastljósinu í kvöld kom fram að leiðtogi jafnaðarmanna var afar sátt og ánægð með samstarfsflokkinn. Sérstaklega var hún ánægð með Árna Mathiesen, vel að merkja sem fjármálaráðherra, þótt eflaust mætti deila eitthvað um hvernig honum hafi tekist til við að skipa í embætti héraðsdómara úti á landi. Það er ekki helsta hlutverk fjármálaráðherra. Það hefur greinilega horfið úr minni utanríkisráðherra að hún var ekki alls kostar sátt við félaga sinn Árna þegar hann stefndi ljósmæðrunum í miðri vinnudeilu í haust.

Eflaust er þjóðinni, eins og ISG skilgreinir hana, létt að heyra að björgunarleiðangur ríkisstjórnarinnar gangi mjög vel og að alls ekki eigi að benda á nokkra sökudólga, hvort sem þeir heita Geir Haarde, Davíð Oddsson, Baldur Guðlaugsson, Jónas Fr. Jónsson eða Elín Sigfúsdóttir.

Málið er miklu stærra en svo ...

Þjóðin verður að sætta sig við súrt með sætu og ISG þurfti jafnvel sjálf að sætta sig við ráðherradóm með súru.

Nýja Ísland kemur með gagnsæi og aukinni upplýsingagjöf að sögn utanríkisráðherra en verður eins og gefur að skilja að bíða betri tíma, enda eru ríkir þjóðarhagsmunir að vera ekki að upplýsa um neyðarfundi með seðlabankastjórum og lögfræðiálit sem mögulega gætu kastað rýrð á málflutning mikilvægra ráðherra.


Bloggfærslur 8. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband