Leita í fréttum mbl.is

Gaza - Guantanamo - Anger in Iceland

Ég stillti á Al Jazeera sjónvarpsstöðina til að hvíla mig á kreppufréttum hér heima, ráðleysi ríkisstjórnarinnar og hundruða milljarða hvarfi út í buskann, þrálátum fréttum af fyrirsjáanlegum vaxtagreiðslum og sérkennilegum björgunarleiðangri oddvita ríkisstjórnarinnar.

Já, þetta var allt orðið svo pínlegt að ég ákvað að stilla á erlenda stöð, Al Jazeera. Þegar helstu fréttir stöðvarinnar voru kynntar voru þær um ástandið á Gaza, lokun Obama á Gvantanamó-búðunum og svo tók við löng frétt um reiði íslensks almennings yfir ástandinu.

Það er greinilegt að þegar ástandið á Íslandi er komið á par við ástandið í Gaza og lokun búðanna í Gvantanamó á alþjóðafréttastöðvum er komin full ástæða fyrir stjórnvöld til að leggja við hlustir og axla sín skinn.


Bloggfærslur 23. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband