Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar brúsann fyrir Heimssýn?

Á morgun stendur Heimssýn fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Við val á frummælendum virðist gulltryggt að engin gagnrýni komi fram á íslenska kvótakerfið þrátt fyrir mannréttindabrot og að kerfið hafi markað upphafið að hruni fjármálakerfisins sem þjóðin horfir upp á skelfilegar afleiðingar af, m.a. miklar skerðingar í heilbrigðiskerfinu og vaxandi atvinnuleysi.

Uppsetningin á ráðstefnunni er fáránleg í ljósi aðstæðna í samfélaginu, og einkum fáránleg hjá samtökum sem þykjast standa vörð um hagsmuni almennings. Það sem ég fór að velta fyrir mér var hvort sjávarútvegsráðuneytið og þröng hagsmunasamtök í samfélaginu standi undir kostnaði við ráðstefnuhaldið, s.s. við komu norska sérfræðingsins. Ef svo er er bara hreinlegra að þetta sé gert í nafni LÍÚ og/eða sjávarútvegsráðuneytisins.

Sjálfur hef ég miklar efasemdir um skynsemi þess að ganga í Evrópusambandið út frá fiskveiðihagsmunum, ekki vegna þess að íslenska kerfið sé svo gott - eins og fram hefur komið - heldur vegna þess að það eru meiri líkur á að breyta kerfinu í átt til meriri skynsemi og réttlætis ef við stöndum utan ESB.


Bloggfærslur 10. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband