Leita í fréttum mbl.is

Ritstjóri Morgunblaðsins ræðst að Guðjóni með fáfræðina að vopni

Ritstjóri Morgunblaðsins fer mikinn í Staksteinum dagsins en þeim er að þessu sinni grýtt í Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins.  Ritstjóra Morgunblaðsins líst greinilega ekki á þá ábyrgu tillögu Frjálslynda flokksins að afla aukins gjaldeyris með því að efla sókn í þorskinn í stað þess að fara leið Geirs Haarde að betla stór lán úti í heimi. 

Flestir ættu að vera farnir að gera sér grein fyrir því að sú leið að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið eftir. Þar sem lítið hefur verið gert með sambærilega ráðgjöf og veitt margfalt umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga, að þá hefur það síður en svo haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskistofna s.s. í Barentshafinu.

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri horfir í staksteinum dagsins algerlega fram hjá reynslunni í Barentshafi og vitnar í þess stað til þess að ofveiði í Kanada hafi leitt til varanlegrar þorskþurrðar.  Þessar fullyrðingar ritstjórans um ofveiðina eru  ekki réttar, en fyrir um ári síðan birtist grein í ritinu Science  eftir þá Charles H. Green og Andrew J. Pershing sem sagði frá því að breytingar á umhverfisaðstæðum þ.e. kólnun sjávar, hefði orðið til þess að Nýfundnalands Labrador þorsksstofninn minnkaði mjög og nánast hvarf.  Á sama tíma kólnaði við vesturströnd Grænlands með svipuðum afleiðingum fyrir þorskinn þar og við Kanada.

Mynd_þyngd og lifrarþyngd Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun á holdafarsstuðli og lifrarþyngd þorsksins við Nýfundnaland en glöggir lesendur geta séð að þrif þorsksins minnkuðu mjög um það leyti sem sem hann var að hverfa af miðunum. 

Nú þegar ritstjóri Morgunblaðsins veit það sem sannara er um minnkaða þorskveiði við Kanada í byrjun tíunda áratugarins er þess að vænta að hann verði jákvæðari í garð tillagna formanns Frjálslynda flokksins um aukna þorskveiði. 


Bloggfærslur 7. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband