Leita í fréttum mbl.is

Gloppótt gagnrýni á greiningardeildir

Greiningardeildir bankanna hafa gengið nokkuð harkalega fram í gagnrýni á Seðlabankann og halda því blákalt fram að bankinn kunni ekki að mæla viðskiptajöfnuðinn rétt. Ég efast stórlega um að gloppótt bókhald Seðlabankans í að gera grein fyrir greiðslujöfnuði sé stóra vandamálið í efnahagskerfi Íslendinga. Vandamálið er miklu frekar að hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld stemmdu stigu við stórtækri erlendri lántöku íslensku viðskiptabankanna þegar hún bauðst á góðum kjörum.

Það er mitt mat að löngu sé orðið tímabært fyrir íslenska fjölmiðla að taka sig taki og skrúfa ekki gagnrýnislaust hvað eftir annað frá krana greiningardeilda bankanna sem buna út spádómum sem eru oftar en ekki undirleikur með hagsmunum eigenda bankanna.

Af þessu tilefni er rétt, þegar áreiðanleiki spádómanna er metinn, að rifja upp hver verðbólguspáin fyrir árið í ár var hjá þessum greiningardeildum. Ég tek undir með Dögg Pálsdóttur, það er meira en lítið skrýtið samfélag þegar helsta gagnrýnin á viðskiptalífið kemur úr nafnlausum myndböndum. Þetta eru mál sem snerta venjulegt fólk sem á nú í vaxandi erfiðleikum með að borga af lánunum sínum.


Bloggfærslur 6. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband