Leita í fréttum mbl.is

Einar er fórnarlamb skrifræðisins

Maður lærir ýmislegt nytsamlegt í skóla. Ég hef verið í námi hjá einum virtasta stjórnmálafræðingi þjóðarinnar og þreytti próf í morgun þar sem farið var yfir veikleika og styrkleika hinna ýmsu aðferða við að stjórna. Kennslan leiddi mér fyrir sjónir að Einar Kristinn Guðfinnsson, sem uppalinn er í sjávarútvegi, er saklaust fórnarlamb faglegs skrifræðis. Sömuleiðis líður hann fyrir uppburðarleysi sitt.

Ein skipulagsheildin nefnist því fróma nafni Fagskrifræði og gengur út á að sérfræðingar uppfræði og móti komandi nýliða í greininni sem munu síðan taka við keflinu og setja enn aðra nýliða á sama bás. Einn helst galli þessarar aðferðar er að ef menn hafa tekið snarvitlausan pól í hæðina í upphafi eins og er með reiknisfiskifræðina ungar vitleysan út enn meiri vitleysu.

Nú er að sjá hvort skilningur minn sé réttur eða rangur en hann fæst væntanlega staðfestur með niðurstöðu fyrsta prófs míns í félagsvísindadeild.


Bloggfærslur 26. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband