Leita í fréttum mbl.is

Sökudólgur í viðtali

Það er ekki hægt annað en að hæla Agli fyrir málefnalegar og aðgangsharðar spurningar til forsætisráðherra í dag, mannsins sem vissulega ber mesta ábyrgð á stöðu efnahagsmála en hann hefur sýnt algjört ábyrgðar- og andvaraleysi í stjórnartíð sinni og reynt með ódýrum hætti að smeygja sér undan ábyrgð með því að benda á að ekkert sé sér að kenna heldur einhverjum aðstæðum í útlöndum.

Það sem er einna verst við viðbrögð Geirs nú er að hingað til hefur hann ekki verið tilbúinn til að skoða allar leiðir út úr vandanum, s.s. að ná meiru út úr fiskveiðiauðlindinni. Núna verður þjóðin að gera upp við sig hvort hún telji trúlegt að þeir sem komu þjóðinni í þessa stöðu séu réttu aðilarnir til að sigla skútunni út úr þessum ógöngum.


Bloggfærslur 14. september 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband