Leita í fréttum mbl.is

Hálfvitagangur í nafni vísinda - Fornleifafræðingar staðfesta ofveiði

Vísindasamfélagið á það til að senda frá sér algera dómadagsdellu í nafni fræða.

Rannsóknir á þorskstofninum í Eystrasaltinu 

Ég rakst á frétt af einni slíkri sænskri „vísindarannsókn“ þar sem fornleifafræðingar stóðu í að grafa upp nokkur 4.500 ára þorskbein á Gotlandi í Eystrasaltinu. 

Markmiðið hjá Svíunum var auðvitað að reikna út stofnstærð þorsksins fyrir nokkur þúsund árum til að geta lagt mat á svokallaða grunnlínu stofnsins (hvað sem það nú er)! Út frá grunnlínunni væri síðan hægt að reikna út ofveiði síðustu ára eða jafnvel árhundruða og sekta svo rækilega sænska sjómenn ef þeir veiða eitthvað umfram ráðlagða veiði. Það er gaman að sjá hve djarfir sænskir reiknisfiskifornleifafræðingar eru að álykta bæði um stofnstærðar- og erfðabreytingar og það út frá nokkrum fiskbeinum.

Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af dellu reiknisfiskifræðinnar sem reiknar út stærð fiskistofna áratugi fram í tímann. Fyrir ári síðan ráðlagði Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að þorskveiðum yrði hætt í nokkur ár til þess að veiða meira seinna en niðurstaðan var eflaust byggð á reiknilíkönum sem ná nokkra áratugi fram í tímann þó svo hagfræðingunum hafi ekki enn tekist vel til við að spá fyrir um þorskstofn næsta árs.

Einn helsti gúrú reiknisfiskifræðinnar dr. Rosenberg var fenginn til að gera úttekt á aðferðafræði Hafró árið 2001, þegar mörghundruð þúsund tonn töpuðust út úr fiskabókahaldinu og boðaður var enn einn niðurskurðurinn til uppbyggingar á þorskstofninum. Dr. Rosenberg er mjög virtur innan reiknisfiskifræðinnar enda tókst honum að reikna út ofveiði á þorski við Main-flóa á 19. öld. Ekki stóð heldur á því að dr.  Rosenberg vottaði að aðferðir Hafró stæðust þrátt fyrir að viðurkennd væri reiknisskekkja sem nam magni sem samsvarar samanlagðri veiði nokkurra ára.

Eina vandamálið var það sama og áður við Main-flóa á 19. öld - það var veitt of mikið.

Hvernig er það, er ekki orðið tímabært að endurskoða þessa vitleysu?


Bloggfærslur 29. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband