Leita í fréttum mbl.is

Sínum augum lítur hver Glitni

Ég var rétt í þessu að lesa leiðara 24 stunda eftir Gunnhildi Örnu þar sem hún segir eitthvað á þá leið að það sé rétt að hafa áhyggjur af þeim starfsmönnum MEST sem Glitnir tók ekki undir verndarvæng sinn og ganga nú um atvinnulausir. Ég get vissulega tekið undir að það sé rétt að hugsa um þessa fjölmörgu starfsmenn og hvernig eigi að snúa við þeirri þróun sem er að verða á vinnumarkaði.

Það vill svo til að ég hitti nýlega fyrrverandi starfsmann MEST sem sér aðkomu Glitnis með allt öðrum hætti. Hann lítur svo á að Glitnir hafi hirt út úr fyrirtækinu verðmætustu bitana og skilið aðra viðskiptamenn fyrirtækisins eftir með ónýtar kröfur. Ekki sá hann heldur fyrir sér að starfsmennirnir sem voru endurráðnir væru teknir undir einhvern verndarvæng, heldur að þeim hafi verið settir afarkostir um kaup og kjör.

Það væri óskandi að það væri kafað örlítið niður í þessi mál og að ágætir fjölmiðlar landsins gæfu okkur gleggri mynd af stöðunni.


Bloggfærslur 2. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband