Leita í fréttum mbl.is

Kerfið lokar miðum og mörkuðum

Forsíðufrétt blaðs allra landsmanna segir að Svisslendingar hafi lokað á sölu á villtum þorski frá Íslandi á þeim forsendum að veiðarnar séu ekki sjálfbærar. Án nokkurs efa hafa Svissararnir þær upplýsingar beint frá Hafró en þar á bæ hafa "sérfræðingar" metið þorskstofninn í stöðugt verra ásigkomulagi þrátt fyrir að dregið hafi verið verulega úr veiðum og sumum fiskimiðum nánast lokað. Fyrir nokkru gaf helsti sérfræðingur stofnunarinnar út það álit að við þorskstofninum blasti lítið annað en hrun ef haldið yrði áfram með sömu sókn. 

Þetta mat Hafró er vafasamt þar sem það byggir á reikniformúlum og -líkönum sem ganga þvert á viðtekna vistfræði og algerlega litið framhjá ástandi dýranna, fiskanna í stofninum sjálfum. Hvaða búfræðingi dytti í hug að fullyrða um ástand bústofns og hafa ekki til hliðsjónar ástand dýranna í stofninum? Ekki nokkrum. Þorskarnir sem Hafró telur að of mikið sé veitt af eru ekki að vaxa eins og þegar sóknin var meiri. Þessi litli vöxtur gefur augljóslega til kynna að minna sé um æti en áður fyrir hvern og einn. Helstu merki um ofveiði ættu að vera fáir fiskar sem vaxa of hratt.


mbl.is Lokað á villtan þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband