Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún vill eiga eðlileg samskipti við þá sem grýta

Þegar ég las þessa sorglegu frétt, að átta konur og einn karlmaður biðu þess að verða grýtt til bana í Íran, kom upp í huga mér sú yfirlýsing utanríkisráðherra okkar að hún teldi rétt að hafa eðlileg samskipti við Íran. Hún leggur sem kunnugt er mikið upp úr því að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og virðist vera tilbúin að snapa atkvæði hjá hverjum sem er og fyrir hvað sem er. Hver man ekki eftir yfirlýsingunni um að hún styddi stefnuna um eitt Kína þegar málefni mannréttindabrota í Tíbet bar á góma?

Í þessu ljósi er engin furða að Ingibjörg Sólrún skuli senda lögregluna á smábátasjómenn þótt mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sé búin að gefa íslenskum stjórnvöldum tilmæli um að greiða þeim bætur.


mbl.is Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband