Leita í fréttum mbl.is

Vill VG enn minni fiskveiðar?

Í Fréttablaðinu í dag var umfjöllun um viðbrögð stjórnmálamanna við kvótaúthlutun næsta árs og var ekki hægt að ráða annað af svörum formanns VG en að hann teldi að veiða ætti minna af ýsu en var að öðru leyti sæmilega sáttur við ákvörðun sjávarútvegsráðherra.  Þessi svör renna eflaust ljúflega ofan í græna arm VG en stendur líklega í mörgum fylgismanni flokksins sem tengist sjávarútvegi.

Svör Karls Matthíassonar vöktu einnig athygli en hann svaraði annars vegar með stóru eða stórum spurningarmerkjum og sömuleiðis að það ætti að auka þorskeldið.  Það er eins og Kalli Matt og fleiri sem telja að þorskeldið sé svarið við vondri ráðgjöf og misvitrum stjórnvaldsákvörðunum hafi ekki hugmynd um að fóðrið í þorskeldinu kemur að enn að mestu leyti úr fiskafurðum.   


Bloggfærslur 2. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband