Leita í fréttum mbl.is

Umræðan þjökuð af rétthugsun

Það er rétt að þakka Kastljósinu fyrir ágætt viðtal við hollenska þingmanninn Geert Wilders sem greindi frá þeim sjónarmiðum sem lágu á bak við framleiðslu á myndinni Fitna. Markmiðið með myndinni var, að sögn Wilders, að greina frá þeirri ógn sem frjálslyndum vestrænum gildum stendur af öfgasjónarmiðum Íslams.

Ég sá umrædda mynd Fitna á netinu fyrir nokkrum mánuðum og fannst hún ekkert sérlega vel gerð og í raun fátt nýtt í henni. Ekki átti ég von á því að myndin yrði til þess að fólki sem vann hjá vefmiðlum sem dreifðu myndinni yrði hótað lífláti af íslamistum sem hafði þær afleiðingar að myndin var tekin af netinu í kjölfarið.

Morðhótanir íslamista í garð Geert Wilders og Ayaan Hirsi Ali og síðan morðin á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gough og stjórnmálamanninum Pim Fortuyn ásamt öfgafullum viðbrögðum og morðhótunum í garð danskra teiknara verða til þess að hægt er að taka undir með Geert Wilders um að tilefni sé til að sporna af hörku við öfgum sem telja réttlætanlegt að svipta fólk lífinu vegna skoðana sinna.

Umræðan er einhverra hluta vegna mjög viðkvæm vegna útvarða pólitískrar rétthugsunar og var miður að sjónvarpið skyldi ekki treysta sér til að birta viðtalið við hollenska þingmanninn án þess að vera stöðugt að skjóta inn viðbrögðum umdeilds dansks íslamsfræðings, Jörgen Bæk Simonsen.  Það virtist sem viðtalið vð Danann væri tekið upp í kjölfar viðtalsins við hollenska þingmanninn og honum gefinn kostur á að gera athugasemd við málflutning þingmannsins en ekki öfugt.

Í sjálfu sér var mjög áhugavert að fá að heyra sjónarmið danska fræðimannsins sem virtist hafa mun meiri áhyggjur af skoðunum Geert Wilders en þeim sem vildu drepa hann vegna umdeildra skoðana sinna.

Þetta virkaði einhvern veginn með þeim hætti að þáttarstjórnendur treystu sér ekki til að senda út boðskap Geert Wilders nema þá að í sömu andrá kæmi fram boðskapur pólitískra rétttrúarmanna.


mbl.is Reiði í Danmörku vegna sæmdarmorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband