Leita í fréttum mbl.is

DV - Frjálst og óháð eða áróðurssnepill VG?

Ég sit hér í dag á Landsráðsfundi Frjálslynda flokksins þar sem ríkir góður andi og eindrægni. 

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins flutti afar góða ræðu þar sem rauði þráðurinn voru þær blikur sem eru á lofti í efnahagsmálum og gjörbreytt stefna í sjávarútvegsmálum þ.e. að veiðar á þorski verði stórauknar.  Það er deginum ljósara ef að veiðiheimildir yrðu stórauknar, þá yrði það mikill búhnykkur fyrir íslenskt þjóðarbú.

Fréttaflutningur varabæjarfulltrúa VG á Akranesi sem jafnframt er frjáls og "óháður" blaðamaður DV af þinginu er þó með eindæmum. 

Blaðamaðurinn gerir í vefútgáfu blaðsins að helsta umfjöllun um ræðu formannsins þegar formaðurinn vék örfáum orðum að því hvernig niðursveiflan í efnahagslífinu hefði á íslenskan vinnumarkað.  Taldi Guðjón Arnar Kristjánsson að margir erlendir verkamenn myndu kjósa að vera um kyrrt á íslenskum atvinnuleysisbótum í stað þess að hverfa til fyrri heimkynna sinna þar sem jafnvel minni líkur eru á að komast í vinnu.

Þessu slær Sigurður Mikael Jónsson varabæjarfulltrúi Vinstri Grænna upp í fyrirsögn, og skrifar "Varar við innflytjendum á bótum".

Þetta í staðinn fyrir að geta þess í fyrirsögn sem skiptir mestu máli, sem er að formaður Frjálslynda flokksins kemur með raunhæfar tillögur í atvinnumálum sem gætu bjargað hundruðum íslenskra fjölskyldna frá mjög miklum efnahagslegum áföllum og jafnvel gjaldþrotum.

Hér er ræða Guðjóns Arnars.


Bloggfærslur 7. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband