Leita í fréttum mbl.is

Meira eftirlit með sjómönnum en kynferðisglæpamönnum

Sitt hefur hverjum sýnst um hvort réttlætanlegt sé að fylgjast með barnaníðingum eftir að þeir hafa tekið út sinn réttláta dóm. Svo hafa margir lagt málefnaleg rök á báða bóga í þá umræðu. Minna fer fyrir umræðu um réttmæti síaukins eftirlits með sjómönnum. Störfum þeirra er svo vantreyst af stjórnvöldum að margfalt hærri upphæðir fara í eftirlit með þeim en í fíkniefnalöggæslu. Sama á við um þær fjárhæðir sem varið er í eftirlit með brotum á samkeppnislöggjöf og efnahagsbrotum.

Þetta er ekki séríslenskt vandamál eins og danska fréttin ber með sér, og í Ástralíu er jafnvel enn strangara eftirlit með tiltölulega smáum fiskibátum. Þar svarar kostnaðurinn á bát til 8 milljóna króna á ári.

Hér á Íslandi hefur kostnaðurinn nálægt því tvöfaldast á síðustu 10 árum, á sama tíma og þorskveiðar hafa dregist saman um nær helming. Ég er sannfærður um að vandinn sem er verið að leysa með auknu eftirliti felst ekki í því að sjómenn séu hneigðari til glæpa en annað fólk, heldur miklu frekar í því að stjórnvöld búa þeim óréttlát starfsskilyrði með innbyggðan hvata til að fara ekki eftir ósveigjanlegum reglum. Sömuleiðis hafa þau reiknislíkön sem hafa verið grundvöllur þess sem sjómönnum er skammtað upp úr hafinu ekki neitt forspárgildi. Menn hafa þá leitað að sökudólgum og skýringum og oftar en ekki er sökin fundin í of mikilli veiði eða þá framhjálöndun en aldrei er ljáð máls á því að skoða með gagnrýnum hætti reiknislíkönin sem hvergi hafa gengið eftir í heiminum.

Ég ætlaði að fjalla um framangreindar staðreyndir á fundi á þriðjudagskvöldið í Grindavík en því miður verður það að bíða um sinn vegna mistaka við boðun fundarins.


mbl.is Brottkastsmyndavélar um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband