Leita í fréttum mbl.is

Yfir 90% Samfylkingarinnar hafna sjávarútvegsstefnu Ingibjargar Sólrúnar og LÍÚ

Það er af og frá að mikil sátt ríki um þá stefnu innan Samfylkingarinnar að hunsa álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum eins og ekkert sé. Það gildir þá einu hvort Karl V. Matthíasson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi blessað siðblint hrokasvar ríkisstjórnarinnar til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna svo ég noti þau orð sem prófessor Þorvaldur Gylfason gaf þessum skrifum.

Skoðanakönnun á vef Samfylkingarinnar sem búast má við að einkum sæki flokksmenn gefur til kynna að það sé veruleg óánægja með áframhaldandi mannréttindabrot stjórnvalda með fullum stuðningi "jafnaðarmanna".

Það mætti segja mér að frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi litlar áhyggjur af þessu máli enda hefur hún stærri mál á sinni könnu s.s. að friða Afganistan.

 

Sjávarútvegsráðherra hefur svarað mannréttindanefnd SÞ. Ertu ánægður með niðurstöðuna?


Já. Við höfum byggt upp þetta kerfi á löngum tíma og getum ekki farið að rústa því af því einhver nefnd úti í heimi gerir athugasemdir. Skoðum þetta svo í rólegheitunum: 0%



Bæði -- og. Málið er ekki lengur brýnt og lengra varð ekki komist að sinni. Breytingar gætu orðið eftir störf nefndarinnar sem á að sjá um endurskoðun kerfisins: 6%



Nei. Mannréttindi eru brotin og þá er ekkert svar að tala um vinnuhóp í langtímaverkefni. Vona að eitthvað komi út úr því starfi en þá verður líka að fylgja því almennilega eftir pólitískt 


Bloggfærslur 13. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband