Leita í fréttum mbl.is

Vill Helgi Hjörvar afnema bætur til blindra ef margir blindast?

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt fyrri ríkisstjórnir fyrir takmarkaðan skilning á mannréttindahugtakinu, þá sérstaklega í tengslum við skerðingu bóta öryrkja. Núna sér Helgi Hjörvar ekkert rangt við og samþykkir með þögninni að ríkisstjórn sem hann styður heils hugar ætli að hunsa skýr fyrirmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að greiða sjómönnum bætur fyrir þann órétt sem stjórnvöld hafa beitt þá.

Það er gert með þeim skýringum að svo margir hafi orðið fyrir miklum órétti að það væri dýrt að ætla að bæta þeim það öllum, þess vegna sé réttast að láta óréttlætið vera óbætt og láta það áfram viðgangast.

Hvernig ætli Helga Hjörvar litist á að hætta að greiða blindum bætur á þeim forsendum að þeir væru alltof margir?


Bloggfærslur 12. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband