Leita í fréttum mbl.is

Þöggunin heldur áfram í Silfri Egils

Sú er raunin að málefni alþýðufólks sem er ekki nógu sívíliserað eða intellígent, s.s. sjómanna og vörubílstjóra, eiga ekki upp á pallborðið hjá þáttastjórnandanum Agli Helgasyni. Hann hefur hvað eftir annað hlíft stjórnmálamönnum við að svara því hvernig þeir ætli að bregðast við mannréttindabrotum gagnvart íslenskum sjómönnum.

Nú í vikunni bar það til tíðinda á forsíðu Moggans að grein hefði verið birt í Nature þar sem vísindamennirnir tóku undir sjónarmið Jóns Kristjánssonar, mín og fleiri um að nýtingarstefna Hafró væri kolröng þannig að nægt tilefni hefði verið til að taka málefni sjávarútvegsins til umræðu. Einhverra hluta vegna þykir það ekki nógu fínt, ekki nógu mikið in, og meira reið á að hlýða á rök aldinna stjórnmálamanna sem deildu um mögulega Evrópusambandsaðild 2020.

Það sem helst bar til tíðinda í þættinum var að Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra sem leit óvenju vel út greindi yfirvegaður og rólegur þjóð sinni frá því að helsta verk Seðlabankans og forsætisráðherrans væri að kría út stórt erlent lán til að rétta við gengi íslensku krónunnar.

Það er stórfurðulegt í ljósi umfjöllunar Nature og málefnalegrar gagnrýni á ráðgjöf að ráðamenn fari ekki yfir það hvort skynsamlegt sé að veiða meiri þorsk.


Bloggfærslur 4. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband