Leita í fréttum mbl.is

Hræsni Ingibjargar Sólrúnar og mannréttindin

Maður furðar sig á hræsni Samfylkingarinnar, hvað hún getur gengið langt. Nú liggur fyrir að hin heilaga Samfylking með sjálfan erkiengilinn Jóhönnu Sigurðar í fararbroddi ætlar að senda Alþingi heim án þess að taka á áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að íslensk stjórnvöld brjóti á sjómönnum.

Ætli það liggi ekki á að slíta þinginu svo að Ingibjörg komist upp í næstu einkaþotu með Geir Haarde til að boða mannréttindi fyrir heimsbyggðina til að vinna Íslandi fylgi við sæti í öryggisráðinu - vegna þess hve mikið landið hefur fram að færa í mannréttindamálum?

Ég varð var við litla frétt þar sem einhver sjávarútvegsnefnd Samfylkingarinnar skoraði á samstarfsflokkinn að bregðast við þessu áliti. Mér finnst þetta hræsni á hæsta stigi, að reyna að fría sig ábyrgð á áframhaldandi mannréttindabrotum án þess að lyfta litla fingri til að taka á þeim, og kenna sjálfstæðismönnum alfarið um. Ef vilji væri til að standa við yfirlýsinguna væri Samfylkingunni í lófa lagið að gera það.

Ég held að það verði erfitt fyrir sjómenn og aðra þá fjölmörgu sem vinna við útveginn að kjósa Samfylkinguna, flokk sem leggst alfarið gegn hrefnuveiðum út frá þeim forsendum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni án þess að skýra það í nokkru. Væntanlega er um að ræða sæti í öryggisráðinu góða.


Bloggfærslur 26. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband