Leita í fréttum mbl.is

Eru íslenskir blaðamenn samþykkir mannréttindabrotum?

Fyrr í vikunni gerði ég að umtalsefni hver ástæðan væri fyrir því að ríkisblaðamaðurinn Egill Helgason hlífði Ingibjörgu Sólrúnu við að svara fyrir mannréttindabrot ríkisins á íslenskum sjómönnum. Hann gerði að einhverju leyti grein fyrir ástæðunni í athugasemd hér á síðunni og mátti ráða af skrifum hans að af efnahagslegri ástæðu mætti ekki ræða þessi mál.

Í hádegisviðtali Stöðvar 2 bar svo við að annar fréttamaður, Heimir Már Pétursson, fyrrum varaformannsefni Samfylkingarinnar, tók viðtal við skoðanabróður sinn, Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra. Talið barst mjög að mannréttindamálum í Kína en fréttamaðurinn sá hins vegar ekki ástæðu til að spyrja einnar lítillar spurningar um hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot ríkisstjórnarinnar á atvinnuréttindum íslenskra sjómanna.

Ef til vill er líka um tillitssemi að ræða, það að ræða mannréttindamálin er eins og að ræða snöru í hengds manns húsi.


Bloggfærslur 2. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband