Leita í fréttum mbl.is

Spillingin fannst á Íslandi!

Það hefur löngum verið vitað að það er lítil sem engin spilling á Íslandi. Það hafa alþjóðlegar stofnanir staðfest þegar kannanir hafa sýnt að Ísland trónir í efstu sætum yfir lönd þar sem lítil spilling ríkir. Rannsóknarblaðamenn Ríkisútvarpsins hafa jafnan haft efasemdir um þessa niðurstöðu og leitað logandi ljósi að einhverju sem mögulega gæti kallast spilling á landinu bláa.

Og viti menn, hún fannst! Hún fannst hjá Ungmennafélagi Íslands. Fréttamenn Ríkisútvarpsins komust á snoðir um að hreyfingin hygðist leigja út nokkur herbergi í samvinnu við þekktustu hótelkeðju landsins. Fréttamaður RÚV hafði spæjað ýmis tengsl þar sem upp komst að forystumenn UMFÍ tengdust ýmsum í viðskiptalífinu.

Mér finnst athyglisvert hve miklu púðri er eytt í þetta mál, þ.e. að íþróttahreyfingin ætli að láta starfsemi sína bera sig í samvinnu við atvinnulífið, í ljósi þess að ríkisfjölmiðlarnir hafa þagað þunnu hljóði um ábyrgð Geirs Haarde á stjórnsýslunni fyrir örfáum árum sem var dæmd ólögleg í Hæstarétti fyrir helgi. Umrædd sala hafði í för með sér að jafnræðis var ekki gætt við sölu á eigum almennings og leiddi nokkuð örugglega til þess að ríkið varð af umtalsverðum verðmætum, þ.e. við sölu á Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).

Það er engu líkara en að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki kjark til að spyrja ráðamenn þjóðarinnar út í erfið mál, s.s. Geir Haarde út í einkavinavæðinguna og hvernig stjórnvöld hyggist bregðast við mannréttindabrotum gegn sjómönnum.


Bloggfærslur 13. maí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband