Leita í fréttum mbl.is

Einkaþotur eða almannahagsmunir

Allar breytingar fela í sér tækifæri. Ýmislegt sem lítur út fyrir að vera ógn, s.s. hækkað eldsneytisverð, ætti að geta falið í sér tækifæri í landi sem hefur yfir orkuauðlindum að ráða. Víða eru katlar í minni iðnfyrirtækjum kyntir með olíu en það væri hægur vandi að nota rafmagn sem orkugjafa.

Það sem framsækin stjórnvöld ættu að gera nú er að koma á markvissum hvata til breytinga líkt og gert hefur verið við jarðhitaleit hringinn í kringum landið. Með skilvirkum hætti hefur hver byggðakjarninn á fætur öðrum nýtt sér heitt vatn í stað rafmagns eða olíu til húshitunar. Með svipuðum hætti þyrfti að koma á hvata til þess að minnka olíunotkun, m.a. í iðnaði og samgöngum.

Því miður hafa ráðamenn úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki verið í öðrum verkum, eins og að flögra um heiminn í einkaþotum, annað hvort til þess að tryggja mannréttindi í heiminum eða þá að fá orrustuvélar til þess að fljúga yfir landið bláa. Er ekki orðið tímabært að snúa sér að almannahagsmunum?


Bloggfærslur 28. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband