Leita í fréttum mbl.is

Fíflagangur Páls Magnússonar

Páll Magnússon virðist vera mikill spaugari, gerir mikið grín og hefur gaman. Honum er ekkert heilagt, ekki einu sinni landslög. Samkvæmt nánast glænýjum útvarpslögum er honum ætlað að starfa eftir upplýsingalögum, en þegar stofnunin er krafin upplýsinga í krafti upplýsingalaganna þvælir hann málið í hið óendanlega og jafnvel í nafni persónuverndar.

Nýjasta djók RÚV, ríkisútvarpsins okkar, er að miða rekstrarár sitt við kvótaárið. Á þeim örfáu mánuðum sem Ríkisútvarpið ohf. hefur starfað hefur það tapað gríðarlegum fjármunum. Engin rök hafa komið fyrir því hvers vegna útvarpsstjóri miðar við kvótaárið í stað þess að taka almanaksárið. Kannski er það til að bæta fyrir að hafa lagt niður Auðlindina, þátt um sjávarútvegsmál.

Hvað ætli Ríkisendurskoðun segi um málið?

Það var að heyra á varaformanni Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag að henni þætti ekki mikið til kerskni Páls koma og var henni frekar misboðið.

Þótt svo virðist sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins sé misboðið  hefur enginn samfylkingarmaður gert athugasemdir þannig að í þeim herbúðum má reikna með mikilli sátt um fíflaganginn.

Mér er svo sem alveg sama sjálfum, þ.e. mér væri sama ef ég væri ekki skyldugur til að borga til þessa battarís.


Bloggfærslur 21. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband