Leita í fréttum mbl.is

Davíð Oddsson á bremsulausu hjóli

Það er ólíkt hlutskipti Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnar Grímssonar. Félagi Ó. Grímsson baðar sig í alþjóðlegum dýrðarljóma, fær Nehru-orðuna rétt eins og Martin Lúter King, Nelson Mandela og Olof Palme. Ekki nóg með það, heldur kom vinur alla leið frá Ameríku sem hvatti landann sem og alla heimsbyggðina til að berjast gegn hlýnun andrúmsloftsins. Eini skugginn á tilveru Ólafs þessa vikuna er að það hríðaði á Al Gore sama dag og hann flutti predikun sína.

Á sama tíma birtist Davíð Oddsson hálftættur á skjám landsmanna og reyndi að bremsa niður verðbólguna. Svo virðist sem bremsurnar, þ.e. stýrivextirnir, séu haldlitlar þar sem krónan féll í sömu mund. Nú eru góð ráð dýr. Það má segja að Davíð beri mjög mikla ábyrgð á stöðunni. Hann var náttúrlega forsætisráðherra og stýrði efnahagsmálunum þegar bankarnir voru gefnir og stofnuðu síðan til gríðarlegra skulda í útlöndum. Skuldaaukning bankanna hélt áfram af fullu skriði í nafni útrásar eftir að Davíð var kominn í Seðlabankann. Eftir að hann kom þangað datt honum aldrei í hug að beita 13. gr. laga 36/2001 sem gefur bankanum tök á að stemma stigu við óheftri skuldaaukningu bankanna í útlöndum.

Nú eru góð ráð dýr eins og áður segir. Hver veit nema Davíð leiti ráða þar sem vel gengur og slái á þráðinn til Bessastaða?


mbl.is Krónan veiktist um 1,30% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband