Leita í fréttum mbl.is

Geta bókhaldsbrellur lækkað skuldir?

Nú virðist sem gríðarleg skuldasöfnun þjóðarinnar sé loks að vekja ráðamenn úr roti liðinna ára eins og að ekki hafi horft til vandræða framundir þetta. 

Nú um helgina hefur hver hagfræðingurinn á fætur öðrum séð ástæðu til að ræða skuldasöfnun þjóðarinnar í útlöndum sem hagstjórnarlegt og efnahagslegt vandamál og gert að umtalsefni þær hagtölur sem ég bryddaði upp á í vikunni. Það er ekki í fyrsta sem ég vek athygli á þessu, ég var m.a. með utandagskrárumræðu meðan ég sat á þingi og hið sama má segja um Steingrím J. Sigfússon sem hefur lagt mikla áherslu á þessi mál.

Í Silfrinu fór einn viðmælenda Egils Helgasonar inn á þetta svið og taldi í barnaskap sínum að það væri hægt að losna við nánast allar skuldirnar með einhverri bókhaldsbrellu, þ.e. með því að skrá bankana í útlöndum.

Einhvern veginn segir mér svo hugur að það sé of gott til að vera satt ...


Bloggfærslur 9. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband