Leita í fréttum mbl.is

Smalinn Björn Bjarnason

Það er deginum ljósara að nú hlýtur að þrengjast mjög um stöðu Geirs Haarde í Sjálfstæðisflokknum. Ég á bágt með að trúa því að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sætti sig við þau lausatök sem eru í efnahagsmálum og birtast landsmönnum í hárri verðbólgu, vöxtum, skuldasöfnun og óstöðugu gengi krónunnar. Ekki bætir úr skák að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að blása svo duglega lífi í Samfylkinguna að lungu Sjálfstæðisflokksins eru við það að falla saman.

Þegar litið er yfir sviðið og leitað að eftirmanni Geirs hljóta menn að leita að vinnusömum og traustum einstaklingum sem þurfa að geta tekist á við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum. Þó að Björn gefi það í skyn í 24 stundum í dag að hann hyggist jafnvel gerast smali í Fljótshlíðinni geta örlögin átt eftir að haga því svo að hann verði kallaður til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur enda haft orð á því að hann gegni þeim trúnaðarstörfum fyrir flokkinn sem honum eru falin.


Bloggfærslur 8. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband