Leita í fréttum mbl.is

Var hann móðgaður?

Það er nánast hlálegt að hugsa til þess að nú snýst umræða stjórnmálamanna um það hvort réttlætanlegt hafi verið af fjármálaráðherra að senda móðgandi bréf til umboðsmanns Alþingis þegar hann reyndi að verja vondan málstað þegar hann tók umdeilda ákvörðun á innan við þrem tímum um að ganga á svig við álit nefndar sem hafði lengi legið yfir því hverjir margra ágætra umsækjenda væru álitlegastir til að taka við starfi dómara á Akureyri. Aðalatriði málsins er varla hvort dýralæknirinn hafi eða hafi ekki móðgað umboðsmann, heldur hvort hann hafi skipað hæfasta manninn í starfið.

Það er engu líkara en að þessi furðulega umræða sem nú er efst á baugi hafi verið kærkomin sending fyrir þá stjórnmálamenn sem forðast að ræða efnahagsmálin og þá staðreynd að gengi krónunnar og hlutabréfa titrar. Ekkert er litið til lausna, s.s. að veiða meiri fisk sem gæti þó skapað aukinn gjaldeyri í kassann. Ekki er heldur horft til þess að draga saman í utanríkisþjónustunni sem gæti strax sparað æ dýrari gjaldeyri.

Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi að stjórnmálamenn svari gagnrýni sem þeir verða fyrir og tjái skoðanir sínar opinskátt, hvort sem í hlut eiga umboðsmaður Alþingis eða ríkisendurskoðandi. Ég er þó á því að Árni hafi ekki skorað með þessu bréfi sínu.


mbl.is Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband