Leita í fréttum mbl.is

Vandi Bjarna Harðar er vandi Íslands

Í Kastljósinu í gær var rætt um nýja skýrslu ríkisendurskoðanda um Þróunarfélag Keflavíkur. Bjarni sótti að fyrrum aðstoðarmanni Geirs Haarde sem varðist með skýrslu ríkisendurskoðanda sem skjöld í málinu. Efnisatriði þessa máls eru þannig að staða Bjarna hefði átt að vera auðveld þar sem ljóst var að menn sátu hringinn í kringum borðið, ættmenni og innstu koppar í búri flokksins væru kaupendur og seljendur. Gerðir voru samningar án útboðs fyrir þúsundir milljóna, og rekstrar- og stjórnunarkostnaður fjögurra manna battarís er vel á annað hundrað milljónir á árinu 2007. 

Því miður tókst Bjarna ekki alveg nægilega vel að verja borðleggjandi málstað og hefur honum þó oft tekist ágætlega vel upp. Ég fór að velta fyrir mér hvort ástæðan fyrir því að Bjarna gekk ekki sem skyldi væri sú að Ríkisendurskoðun hefði fyrir örfáum árum, á árinu 2005, slegið skjaldborg um hæfi Halldórs Ásgrímssonar  til að ráðstafa Búnaðarbanka Íslands til nákominna, með að vísu aðstoð Geirs Haarde. Þá eins og nú sá Ríkisendurskoðun ekkert athugavert við það. Samfylkingin gerði það hins vegar og höfð voru uppi stór orð en nú berst grafarþögn úr þeim herbúðum. Það er einnig umhugsunarvert að þá, við ráðstöfun Búnaðarbankans, var notuð nákvæmlega sama vörn og nú, verkefnið væri svo gott og hefði skilað svo miklu, sem sagt helgaði tilgangurinn meðalið.

Nú eru þær raddir þagnaðar þar sem glæfraleg lántaka bankanna er farin að valda venjulegum fjölskyldum búsifjum. Reyndar eru fréttir Bloombergs með þeim hætti í dag að svo gæti farið að vegna skuldatryggingarálagsins á Kaupþingi (gamla Búnaðarbankanum) og Glitni (gamla Íslandsbanka) yrðu bankarnir ríkisvæddir á ný.

Það skyldi þó aldrei verða, fimm árum eftir einkavinavæðingu bankanna, að staðan yrði sú sama og var í byrjun árs 2003 en hún hljóðaði upp á einn einkabanka og tvo ríkisbanka.

Vandinn er sá í hnotskurn að grams æðstu ráðamanna þjóðarinnar með kvótann, banka og aðrar eigur ríkisins hefur lengi staðið svo lengi yfir að margur er orðinn meðvirkur í Jeltsínsku ástandi. 


Bloggfærslur 27. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband