Leita í fréttum mbl.is

Mannkynbætur og félagsskapur gegn rasisma

Stundum hættir góðum málstað til að snúast upp í andhverfu sína. Þeir sem voru leiðandi í að bæta mannkynið - eflaust af góðum hug, þar á meðal virðulegir íslenskir læknar enda voru mannkynbætur viðurkennd vísindi síns tíma rétt eins og reiknisfiskifræðin er í dag - fóru villir vegar. Vandséð var að þessi stefna hefði getað skilað nokkrum árangri og siðferðislega gekk hún ekki upp og var síðan notuð sem skálkaskjól fyrir ein stórtækustu fjöldamorð sögunnar.  

Nú er risinn upp félagsskapur antirasista sem gerir ágætum málstað meira ógagn en nokkurn tímann gagn. Einhverra hluta vegna hefur félagsmönnum verið mjög uppsigað við tónleika Bubba Morthens gegn rasisma og ein ástæðan sem nefnd var er aðkoma Frjálslynda flokksins. Í umræðum um tónleikana eru nokkrir liðsmenn Frjálslynda flokksins nafngreindir og flokksmenn sakaðir um að vera rasistar og dreifa áróðri einhverra samtaka sem eru sögð vera nýnasistasamtök, Combat 18. Inn í þessi skrif er síðan sullað umræðu um nafngreinda barnaníðinga og dópsölu, og langsóttum morðhótunum sem mögulega áttu að hafa verið hafðar uppi á sviðinu.

Það er ljóst með þessu að þessi samtök reyna að afvegaleiða nauðsynlega umræðu um útlendinga og póla hana, og stimpla sjálfkrafa alla þá vont fólk sem hætta sér út á þá nauðsynlegu braut að ræða málefni útlendinga á Íslandi.

Fréttaflutningur nú um páskana hefur sýnt að umræða Frjálslynda flokksins á fullan rétt á sér þótt hún sé vissulega viðkvæm.

Mannkynbæturnar og félag antirasista eiga það sameiginlegt að þó að markmið þeirra hafi upphaflega verið góð hafa þau snúist upp í andstæðu sína.


Bloggfærslur 24. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband